Hægt er að sækja í Akralind 3 (bakhúsi) eða fá sent um allt land. Sjá opnunartíma í skilmálum.

Súkkulaði próteinkökur

Innihald 

 • 1 skeið (20g) Plantforce® Synergy Prótein súkkulaði eða vanillu

 • 100g möndlumjöl

 • 2 msk kókosmjöl

 • 1 msk mulin hörfræ

 • 1/2 tsk matarsódi

 • 1 msk kókospálmasykur

 • 1/2 tsk kanill

 • 2 msk kókosolía

 • 2 tsk agave síróp

 • 1 flax egg (1 msk mulin hörfræ + 2 1/2 msk vatn, setja saman í skál og láta þykkna í 5 mín)

 • 60g dökkt súkkulaði (skorið í litla bita)

 • Smá möndlumjólk

 • Smá sjávarsalt

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum í 180°C. 
 2. Útbúið flax egg. Setjið mulin hörfæ og vatn saman í skál, látið bíða í 5 mínútur.
 3. Blandið þurrefninum saman, nema súkkulaðibitunum, í stórri skál.
 4. Bræðið kókosolíuna og agave sírópið undir vatnsbaði.
 5. Setjið blautefnin í stóru skálina, nema möndlumjólkina, með þurrefnunum, bætið við flax eggi og blandið vel.
 6. Setjið smá möndlumjólk hægt og rólega, hrærið á meðan með sleif, þangað til þið fáið kökudeigs áferð.
 7. Bætið súkkulaðibitunum saman við deigið.
 8. Búið til bollur í deiginu, sirka 1 teskeið, og fletjið úr þeim.
 9. Setjið kökurnar í ofninn og bakið í 10-12 mínútur. 
 10. Njótið! 

 Uppskrift eftir @lovedbylauren 


Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published