Hægt er að sækja í Akralind 3 (bakhúsi) eða fá sent um allt land. Sjá opnunartíma í skilmálum.

Vegan prótein brownie

Innihald (sirka 16 stk)

 • 2 dósir af rauðum baunum
 • 2 þroskaðir bananar
 • 90g dökk súkkulaðipata (70-90% cacao)
 • 1 skeið (20g) Plantforce® Synergy Prótein súkkulaði
 • 2 msk hreint kakóduft
 • 50g xylitol
 • 20g hörfræ
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk kanill
 • Appelsínubörkur

Aðferð

 1. Stilltu ofninn á 190°C.
 2. Settu soðið vatn í skál og hörfræin í skálina og láttu standa í 10 mínútur.
 3. skolaðu baunirnar með sigti.
 4. Settu öll innihaldsefnin, nema súkkulaðiplötuna, í blandara eða matvinnsluvél og hrærðu vel saman til að mynda deig.
 5. Skerðu helminginn af súkkulaðiplötunni í litla og bættu í deigið, blandaðu rólega saman með sleif.
 6. Settu deigið á bökunarplötu (um 20/20 cm) með bökunarpappír.
 7. Bakaðu í 40-50 mínútur.
 8. Bræddu hinn helminginn af súkkulaðiplötunni undir vatnsbaði. Settu það síðan ofan á kökuna þegar hún er tilbúin.

skerið niður eftir stærð.
Geymist í kæli þegar kakan hefur kólnað.

Uppskrift eftir @bycjakherkules


1 comment

 • Dásamlegar prótein brownie og auðveldar í framkvæmd

  Inga

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published